DAGUR SJÚKRAÞJÁLFUNAR 2020

Dagur sem enginn sjúkraþjálfari má missa af

 

Kæru þáttakendur á Degi sjúkraþjálfunar 2020 
 

Eins og kunnugt er þurfti að fella niður Dag sjúkraþjálfunar þann 20. mars sl vegna Covid-19 faraldurs og samkomubanns.

Stjórn hefur skoðað alla fleti málsins, með tilliti til nýrrar dagsetningar, en niðurstaðan er sú að aflýsa deginum algerlega þetta árið. Nokkrar ástæður eru fyrir því, en þær helstu að hentugar dagsetningar fengust ekki á Hilton hótelinu, sem og að nú þegar er hafinn undirbúningur að Degi sjúkraþjálfunar sem haldinn verður föstudaginn 5. mars 2021.

Engu síður viljum við halda upp á það að 80 ár eru liðin frá stofnun fyrsta Félags sjúkraþjálfara og verður það gert með kvöldsamkomu í haust, álíkri þeirri sem upphaflega var áætlað að halda að kvöldi Dags sjúkraþjálfunar, og verður það auglýst síðar.

Þeir sem voru búnir að greiða skráningargjald fá það bakfært inn á kreditkortareikning sinn og þurfa ekki að sækja um það sérstaklega.

Stefnt er á að endurgreiðslum verði lokið fyrir lok næsta mánaðar.

Fh stjórnar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS

 

 


Átt þú í vandræðum með skráningarferlið? Prófaðu að fara inn á HJÁLP síðuna okkar eða hafðu sambandi við okkur.

radstefnur@icelandtravel.is / +354 5854200 / Skógarhlíð 12 / 105 Reykjavík / Iceland

 

Copyright © 2001 - 2021 Artegis. All rights reserved. Artegis, Ch. du Vallon, 18, CH-1260 Nyon. event management system